Fara í efni

Virkniúrræði um allt land

Safn virkniúrræða sem styðja við, auka virkni og árangur í starfsendurhæfingu.

Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum. 

Bataskólinn er ætlaður fólki, 18 ára og eldra, sem glímt hefur við geðrænar áskoranir í lífi sínu og er markmið skólans að veita fræðslu um geðraskanir, gefa góð ráð varðandi geðheilsu, bæta lífsgæði nemenda og auka virkni.

Skólinn er öllum opinn og nemendum að kostnaðarlausu.

Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Þjónustan kostar ekkert. 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu styrk til þess að veita aðstandendum fanga faglega aðstoð. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs og felur í sér að kortleggja þörfina og bjóða fjölskyldum fanga meðferð, ráðgjöf og stuðning.

Aðstandendur fanga eru í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að veita stuðning og ráðgjöf bæði í kjölfar þess áfalls að nákominn aðila er handtekinn, einnig meðan beðið er eftir dómi og loks ef viðkomandi hlýtur dóm, að takast á við fjarveru viðkomandi. Þegar talað er um aðstandendur er átt við m.a. foreldra, maka, börn og systkini. Verkefnið er unnið í samstarfi við fagfólk um allt land. Munu fjölskylduráðgjafar Bjargráðs setja sig í samband við viðeigandi stofnanir og einstaklinga, þar má nefna: lögreglu, fangelsismálayfirvöld, félagsþjónustu og barnavernd, sálfræðinga og presta.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. 

Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er grunnendurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda.

Þjónusta miðar að því að bæta þjónustu í heimabyggð við einstaklinga sem glíma við geðrænan vanda og til að rjúfa félagslega einangrun.

Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum eða með stuðningi annarra og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er.

Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna, en jafnhliða eru gestir aðstoðaðir við að leita nýrra leiða, sé þess óskað. 

Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi. Samtökin leggja áherslu á sýnileika með það að markmiði að geta orðið að liði þar sem þörfin á stuðningi og aðstoð er fyrir hendi.

Endurhæfingarhúsið Hver er ætlað fyrir öryrkja og einstaklinga sem hafa misst vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla. 

Geðveikur fótbolti er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Markmið er að auka virkni fólks með geðraskanir og gefa því tækifæri til að iðka knattspyrnu.

Félagsstarf Gerðubergs:  Opið félagsrými er í húsinu með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiskonar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði. 

Fjölmennt er símenntunar- og þekkingarmiðstöð sem skipuleggur námskeið fyrir fólk með þroskahömlun, fólk á einhverfurófi og fólk með geðfötlun, frá 20 ára aldri. 

Hjá Geðhjálp er starfandi fagmenntaður ráðgjafi sem ætlað er að veita  þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali og tölvupósti. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi.

Þá hýsa samtökin starfsemi sjálfshjálparhópa í aðsetri sínu við Borgartún; kvíðahóp, geðhvarfahóp og sjálfshjálparhóp Pólverja.

 

Starfsemi Grófarinnar er byggð á hugmyndafræði valdeflingar, batanálgunar og jafningjasamskipta og er markmið Grófarinnar m.a. að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata, þar sem hver og einn tekur ábyrgð á sjálfum sér. 

Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Þungamiðja meðferðarinnar snýst um að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og þróa leiðir til að takast uppbyggilega á við það sem upp kemur í samskiptum við maka. 

Í Hinu húsinu er deild sérstaklega helguð atvinnumálum ungs fólks. Markmið atvinnudeildarinnar er að styrkja stöðu ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á vinnumarkaði. Þar er hægt að fá markvissa ráðgjöf í atvinnuleit og öllu sem henni tengist. 

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. 

Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.

Hertex hefur undanfarin ár veitt fjölda sjálfboðaliða, sem hafa af einhverjum ástæðum ekki getað verið á vinnumarkaði,  tækifæri til að koma og vinna hjá þeim allt frá nokkrum tímum á viku til nokkurra tíma á dag.

Sjálfboðaliðunum er einnig boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið þar sem unnið er með persónulega uppbyggingu, fjármálanámskeið, matreiðslunámskeið og fjallað um hollustu og hreyfingu.

Hlutverkasetur er virknimiðstöð og er öllum opinn og taka einstaklingar þátt á eigin forsendum.

Boðið er upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin.

Félagasamtökin Hugarafl eru samtök fólks með geðraskanir og er notendastýrð starfsendurhæfing.

Hugarafl býður upp á opið aðgengi fyrir einstaklinga alla virka daga þar sem boðið er upp á reglulega viðveru og stuðning í daglegu lífi, námskeið og virknistarf og er öll þjónusta Hugarafls notendum að kostnaðarlausu. 

Hugrún er félag stofnað af hópi háskólanema í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu ungs fólks á geðheilsu.

Á heimasíðu þeirra, www.gedfraedsla.is, má nálgast gagnlega fræðslu um geð- og lyndisraskanir á mannlegu máli. Félagið sinnir einnig fræðsluerindum í háskólum og menntaskólum landsins.

Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.

Virkniúrræðið er á þremur stöðum á landinu, Helluhrauni 8 í Hafnarfirði, Arnarbakka 2 í Breiðholti og Vesturbyggð á Patreksfirði.

Klúbburinn Geysir er atvinnumiðað endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir.

Grundvallarmarkmið klúbbsins er að virkja félaga hans til starfa og koma þeim út í meiri samfélagsvirkni. Allir sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða geta orðið félagar í Klúbbnum Geysi. 

Starfsemi Krafts felst í því að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þess, að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.

Kraftur heldur úti öflugu stuðningsneti þar sem áhersla er lögð á jafningjastuðning byggðan á persónulegri reynslu. 

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.

Samfélagsfræðsla fyrir fullorðna innflytjendur á Íslandi.

Tilgangur og markmið fræðslunnar er:

Að öðalst þekkingu á mikilvægum sögulegum, félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum á Íslandi - og að þeir geti tjáð sig um þessar aðstæður.

Að tileinka sér þekkingu um eigin réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi - og hvernig þeir geta notað þessa þekkingu í daglegu lífi.

Að geta tjáð sig og fjallað um grundvallar gildi og áskoranir í íslensku samfélagi. Lýðræðið, jafnrétti og mannréttindi - og að þeir geti rætt sínar eigin skoðanir á slíkum málefnum.

Skrifstofa Laufs þjónustar félagsmenn, fagfólk og almenning sem þarfnast upplýsinga, ráðgjafar, fræðslu og stuðnings. 

Starfræktir eru sjálfshjálpar- og stuðningshópar fyrir fullorðna með flogaveiki, fyrir aðstandendur og fyrir ungt fólk með flogaveiki. Einnig er farið með fræðsluerindi í skóla, leikskóla, sambýli, hjúkrunarheimili og aðra staði þar sem starfsfólk kemur að þjónustu við flogaveika. 

Laut er athvarf á Akureyri fyrir fólk með geðraskanir. Markmið Lautar er að rjúfa félagslega einangrun og auka lifsgæði fólks.

Í Laut er boðið uppá heitan mat í hádeginu fyrir 600 kr. Þá er boðið upp á hreyfingu, gönguferðir á hverjum degi, sundleikfimi einu sinni i viku og sund. 

Ljónshjarta eru stuðningssamtök fyrir ungt fólk (20-50 ára) sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Lýðheilsusetrið Ljósbrot hefur um allt langt skeið unnið og þróað með sér hugmyndafræðí sem hentar ungu fólki frá 18 ára aldri, undanfarin 5 ár hefur hugmyndafræðin verið nýtt til þróunar á Pepp Upp verkefninu sem VIRK hefur styrkt.

Lækur er athvarf í Hafnarfirði fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. 

Markmið starfsins í Læk er að draga úr félagslegri einangrun og styrkja andlega og líkamlega heilsu. Áhersla er lögð á að skapa heimilislegt andrúmsloft á jafningjagrundvelli þar sem boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu og fræðslu.

Heitur matur í hádeginu gegn vægu gjaldi.

Markmið félagsins er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra.

Starfsemin felst í stuðningi við þá sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis ásamt almennri fræðslu og fyrirlestrum um sorg og sorgarviðbrögð.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja einnig við aðstandendur. Meðferð þeirra er mótuð af samúð og virðingu fyrir hverjum þeim sem til þeirra leita og áhersla lögð á lausnir og uppbyggingu.

Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Þegar við á er fjölskyldu og/eða nánustu aðstandendum boðið að taka þátt í meðferðinni, með það að markmiði að styrkja stuðningsnet einstaklingsins. Gefinn er kostur á allt að 5 viðtölum fyrir aðstandendur.

Aðstandendur sem hafa misst eða eiga ástvin í vanda geta sótt sérstaka stuðningshópa og fengið ráðgjöf.

Handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn á Akureyri hefur byggst upp á fjórum grunnþáttum sem eru vefnaður, smíðar, saumaskapur og leirmótun.

Auk þess hafa verið haldin mörg námskeið í ýmsum list- og handverksgreinum. Það er stefna staðarins að sköpunargleðin sitji í fyrirrúmi.

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur. Markmið Sorgarmiðstöðvar er að styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra.

Starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Sorgarmiðstöð er öllum opin

Specialisterne á Íslandi hafa unnið í fimm ár með einstaklingum á einhverfurófinu. Hjá Specialisterne eru einstaklingarnir metnir og þjálfaðir, þeim hjálpað að komast í „réttan takt“ við hið daglega líf.

Markmiðið er að finna launað starf sem passar hverjum og einum eins fljótt og kostur er. 

Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Aðstandendur eru einnig velkomnir. 

Klúbburinn Strókur hefur það að markmiði að styðja við bataferli notenda heilbrigðiskerfisins og að fólk með geðræn vandamál fái úrræði við sitt hæfi.

Einnig er markmið Stróks að auka tengsl fólks sem glímir við geðraskanir og/eða félagslega einangrun.

Tækifæri er valdeflandi verkefni fyrir ungt fólk þar sem það fær tækifæri til þess að velja sér verkefni og viðfangsefni og vaxa og þroskast sem einstaklingar.

Verkefnið er fyrir unga einstaklinga sem eru án vinnu og ekki í námi og vilja styrkja sig sem einstaklingar.

Vesen og vergangur er opinn gönguhópur sem skipuleggur skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin.

Vesturafl er geðræktarmiðstöð þar sem boðið er upp á virkni og samveru. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að rjúfa félagslega einangrun og hvetja notendur til þátttöku í samfélaginu.

Aukin áhersla hefur verið lögð á ungt fólk (16-30 ára) og þeim boðið upp á þjónustu sem hefur ekki verið til staðar áður þ.m.t. heimanámsaðstoð, verkefni í vinnustofu og að aðstoða við matseld. 

Virkniúrræðið Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur ásamt velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir og efla þekkingu á málefnum fólks með geðfötlun.

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband